Segir af sér sem varaþingmaður Pírata eftir að hafa hellt sér yfir blaðakonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:09 Snæbjörn Brynjarsson var varaþingmaður Pírata. Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum