Segir af sér sem varaþingmaður Pírata eftir að hafa hellt sér yfir blaðakonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:09 Snæbjörn Brynjarsson var varaþingmaður Pírata. Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15