Sjáðu eldræðu Jóns Rúnars um viðtalið við Ceferin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2019 13:06 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, gerði viðtal íþróttadeildar við Aleksandar Ceferin, forseta UEFA, sem birtist bæði á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 að umfjöllunarefni á ársþingi KSÍ á laugardag. Þingið var opið fjölmiðlum og hefst upptaka okkar af ræðunni þegar Jón Rúnar var nýbúinn að taka til máls. Ceferin sagðist í viðtalinu ekki geta lýst yfir formlegum stuðningi við annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ en sagði þetta: „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann.“ Ummælin vöktu mikla athygli og norski fjölmiðillinn Josimar.no telur að mögulega hafi Ceferin með þessu brotið siðareglur UEFA. Jón Rúnar byrjaði að lýsa því að hann hafi fyrst um sinn beðið eftir viðbrögðum stjórnar KSÍ um afskipti forsetans af formannskjöri á Íslandi, sem Jón Rúnar telur óeðlilegt. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar sem hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ og þar hefst upptaka okkar af ræðu hans: „Ég byrjaði á því, eins hvatvís og ég get verið, að hafa samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ og spyrja hvernig á þessu stæði. Það sem mér finnst verst í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt.“ „Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við gæti túlkast sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðandann. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki.“ „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að samþykkja það með þegjandanum einum, að afskipti utan frá eru samþykkt. Því þau eru samþykkt ef þú segir ekki neitt.“ „Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofboðslega kröftugu og flottu samtökum. En mér líður illa og ég fæ ákveðið bragð í munn þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ „Ég ætla ekki að leggja neitt til. Þetta vildi ég segja, svo er þetta búið af minni hálfu. Takk fyrir.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir: Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins Geir Þorsteinsson, formannsframbjóðandi hjá KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri KSÍ en Ceferin mærði Guðna Bergsson í viðtali við Vísi í vikunni. 1. febrúar 2019 14:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, gerði viðtal íþróttadeildar við Aleksandar Ceferin, forseta UEFA, sem birtist bæði á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 að umfjöllunarefni á ársþingi KSÍ á laugardag. Þingið var opið fjölmiðlum og hefst upptaka okkar af ræðunni þegar Jón Rúnar var nýbúinn að taka til máls. Ceferin sagðist í viðtalinu ekki geta lýst yfir formlegum stuðningi við annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ en sagði þetta: „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann.“ Ummælin vöktu mikla athygli og norski fjölmiðillinn Josimar.no telur að mögulega hafi Ceferin með þessu brotið siðareglur UEFA. Jón Rúnar byrjaði að lýsa því að hann hafi fyrst um sinn beðið eftir viðbrögðum stjórnar KSÍ um afskipti forsetans af formannskjöri á Íslandi, sem Jón Rúnar telur óeðlilegt. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar sem hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ og þar hefst upptaka okkar af ræðu hans: „Ég byrjaði á því, eins hvatvís og ég get verið, að hafa samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ og spyrja hvernig á þessu stæði. Það sem mér finnst verst í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt.“ „Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við gæti túlkast sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðandann. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki.“ „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að samþykkja það með þegjandanum einum, að afskipti utan frá eru samþykkt. Því þau eru samþykkt ef þú segir ekki neitt.“ „Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofboðslega kröftugu og flottu samtökum. En mér líður illa og ég fæ ákveðið bragð í munn þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ „Ég ætla ekki að leggja neitt til. Þetta vildi ég segja, svo er þetta búið af minni hálfu. Takk fyrir.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir: Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins Geir Þorsteinsson, formannsframbjóðandi hjá KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri KSÍ en Ceferin mærði Guðna Bergsson í viðtali við Vísi í vikunni. 1. febrúar 2019 14:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Geir: Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins Geir Þorsteinsson, formannsframbjóðandi hjá KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri KSÍ en Ceferin mærði Guðna Bergsson í viðtali við Vísi í vikunni. 1. febrúar 2019 14:30
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00
Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22
Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00