Guðni vildi ekki svara gagnrýni Jóns Rúnars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2019 16:30 Guðni Bergsson á ársþinginu. mynd/ksí Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar
KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00