Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 22:46 Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi. Kanada Líbía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi.
Kanada Líbía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira