Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 22:46 Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi. Kanada Líbía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi.
Kanada Líbía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira