Snjóflóðahætta er möguleg snemma í dag á eftirfarandi vegum á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar: Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Hvilftarströnd.
Færð á vegum er annars sem hér segir:
Suðvesturland: Víða eru vegir greiðfærir en eitthvað um hálkublettir. Hálka eru á Sandskeiði og Þrengslum en hálka og þoka á Hellisheiði. Krapasnjór er á Mosfellsheiði en flughálka á Kjósarskarði.
Vesturland: Hálka eða snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Á Snæfellsnesi er flughálka er á mill Fróðárheiðar og Vatnaleiðar, þæfingsfærð á Fróðárheiði en snjóþekja og snjókoma er á norðanverðu nesinu.
Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. Þröskuldum og Klettsháls. Snjókoma, éljagangur eða skafrenningur nokkuð víða.
Norðurland: Hálka eða snjóþekja og snjókoma eða éljagangur á flestum leiðum. Flughálka er frá Hofsós að Ketilás.
Norðausturland: Snjóþekja eða hálka og snjókoma og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum. Flughálka er á Breknaheiði og í Vopnafirði en ófært og stórhríð á Hófaskarði og Hálsum.
Austurland: Hálka eða hálkublettir á vegum. Snjóþekja og snjókoma er á Fjarðarheiði.
Suðausturland: Hálka eða hálkublettir á vegum. Flughálka er á milli Jókulsárlins og Kvískers.
Suðurland: Suðurlandsvegur er að mestu greiðfær en hálkublettir á öðrum leiðum.
Möguleg snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
