Krafðist bóta vegna minni flugvélar en gert var ráð fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 11:45 Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum sem farþegi Icelandair. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira