Krafðist bóta vegna minni flugvélar en gert var ráð fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 11:45 Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum sem farþegi Icelandair. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira