Færðu björgunaraðilum miklar gjafir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:58 Siggeir Guðnason, formaður Blakks, tók við drónanum, og ku hann vera af nýjustu og fullkomnustu gerð. Lionsklúbbur Patreksfjarðar færði björgunaraðilum þar í bæ miklar gjafir í tilefni af 112 deginum sem haldið var upp á víða um land í gær. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk hitamyndavél. Björgunarsveitin Blakkur fékk björgunardróna og Hollvinafélag sjúkraflutningamanna á Patreksfirði tók á móti upplýsingaskjá. Í tilkynningu frá Lionsklúbbnum segir að Davíð Rúnnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, hafi tekið við hitamyndavélinni og hún muni nýtast vel við slökkvistörf. Reykköfun verði öruggari, fljótvirkari og árangursríkari til mannbjörgunar. Þá verði hægt að nota hana til að leita að eldi í klæðningu og annarra starfa. Siggeir Guðnason, formaður Blakks, tók við drónanum, og ku hann vera af nýjustu og fullkomnustu gerð. Dróninn er útbúinn tveimur myndavélum. Annars vegar hitamyndavél og hins vegar aðdráttarmyndavél. Þá tók Helgi Páll Pálmason, sjúkraflutningamaður, á móti skjánum. Hann er beintengdur Neyðarlínunni og fá sjúkraflutningamenn upplýsingar jafnóðum sem tengist þeim sjúklingi sem á að sinna. Sem dæmi megi nefna nákvæma staðsetningu sem birtist í leiðsögukerfi og mikilvægar upplýsingar úr sjúkraskrá. „Er það von Lionsklúbbs Patreksfjarðar að þessar gjafir muni koma að góðum notum og vill þakka viðbragsaðilum fyrir sitt óeigingjarna starf í þágu samfélagsins,“ segir í tilkynningunni.Helgi Páll Pálmason, sjúkraflutningamaður, tók á móti skjánum.Davíð Rúnnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, tók við hitamyndavélinni. Vesturbyggð Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Lionsklúbbur Patreksfjarðar færði björgunaraðilum þar í bæ miklar gjafir í tilefni af 112 deginum sem haldið var upp á víða um land í gær. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk hitamyndavél. Björgunarsveitin Blakkur fékk björgunardróna og Hollvinafélag sjúkraflutningamanna á Patreksfirði tók á móti upplýsingaskjá. Í tilkynningu frá Lionsklúbbnum segir að Davíð Rúnnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, hafi tekið við hitamyndavélinni og hún muni nýtast vel við slökkvistörf. Reykköfun verði öruggari, fljótvirkari og árangursríkari til mannbjörgunar. Þá verði hægt að nota hana til að leita að eldi í klæðningu og annarra starfa. Siggeir Guðnason, formaður Blakks, tók við drónanum, og ku hann vera af nýjustu og fullkomnustu gerð. Dróninn er útbúinn tveimur myndavélum. Annars vegar hitamyndavél og hins vegar aðdráttarmyndavél. Þá tók Helgi Páll Pálmason, sjúkraflutningamaður, á móti skjánum. Hann er beintengdur Neyðarlínunni og fá sjúkraflutningamenn upplýsingar jafnóðum sem tengist þeim sjúklingi sem á að sinna. Sem dæmi megi nefna nákvæma staðsetningu sem birtist í leiðsögukerfi og mikilvægar upplýsingar úr sjúkraskrá. „Er það von Lionsklúbbs Patreksfjarðar að þessar gjafir muni koma að góðum notum og vill þakka viðbragsaðilum fyrir sitt óeigingjarna starf í þágu samfélagsins,“ segir í tilkynningunni.Helgi Páll Pálmason, sjúkraflutningamaður, tók á móti skjánum.Davíð Rúnnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, tók við hitamyndavélinni.
Vesturbyggð Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira