Þríeykið D, B og M; mestu þjóðernisseggir Evrópu!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun