Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálmur Birgisson heilsast á fundi hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira