Greiðir Íslandsbanka nærri milljarð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 13. febrúar 2019 07:45 Í samkomulaginu er kveðið á um að Gamli Byr greiði Íslandsbanka 975 milljónir króna sem fullnaðargreiðslu á kröfu bankans og að bankinn falli í kjölfarið frá dómskröfum sínum á hendur félaginu. Fréttablaðið/Ernir Gamli Byr og Íslandsbanki hafa komist að samkomulagi um að ljúka með sátt dómsmáli sem bankinn höfðaði á hendur félaginu vegna ofmats á verðmæti útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, mun þannig geta hafið útgreiðslur til hluthafa sinna, sem eru að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir, en slitabúið er það eina sem gekkst undir stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sumarið 2015 og hefur ekki enn getað greitt hluthöfum sínum út þá fjármuni sem liggja inni í félaginu. Samkvæmt samkomulaginu, sem deilendur skrifuðu undir síðasta föstudag eftir nokkurra mánaða sáttaviðræður, greiðir Gamli Byr Íslandsbanka 975 milljónir króna gegn því að bankinn falli frá kröfum sínum gagnvart félaginu. Á sama tíma mun Gamli Byr inna af hendi fyrstu greiðslu til sinna kröfuhafa, þar á meðal Íslandsbanka sem á um átta prósent krafna í félaginu, samkvæmt skuldabréfum sem gefin voru út til kröfuhafa í kjölfar nauðasamnings Gamla Byrs sem samþykktur var í ársbyrjun 2016. Íslandsbanki hafði upphaflega lagt fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og einn milljarð gegn ríkinu auk vaxta en bankinn taldi að ofmat á verðmæti lánasafns Byrs hefði valdið sér fjártjóni. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Gamla Byrs og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Askur Consulting í Lundúnum, kveðst í samtali við Markaðinn fagna því að niðurstaða hafi náðst í málinu.Stefnt að útgreiðslum í mars Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs skrifaði hluthöfum félagsins fyrr í vikunni og Markaðurinn hefur undir höndum segist stjórnin telja að samkomulagið sé vel viðunandi fyrir hluthafana. Stjórnin hafi jafnframt áður en samkomulagið var endanlega samþykkt ráðfært sig óformlega við meirihluta hluthafanna sem hafi stutt það. Í bréfinu kemur enn fremur fram að stefnt sé að því að hefja fyrstu útgreiðslur til hluthafa Gamla Byrs í næsta mánuði. Hluta greiðslnanna verði hins vegar frestað þangað til sátt náist annars vegar í deilum um vestari hluta Héðinsreitsins í Reykjavík og hins vegar um skaðleysissjóð fyrrverandi slitastjórnar Gamla Byrs. Samkomulag Íslandsbanka, sem er alfarið í eigu ríkisins, og Gamla Byrs gerir það einnig að verkum að síðarnefnda félagið mun loks geta greitt stöðugleikaframlag til íslenska ríkisins sem verður að óbreyttu rúmlega tveir milljarðar króna. Heildareignir slitabúsins, sem eru í formi innstæðna á bankareikningum og í peningamarkaðssjóðum, nema um 7,8 milljörðum króna en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum ber búinu að greiða 26 prósent af eignunum í stöðugleikaframlag. Ljóst er að ríkið mun fá – á grundvelli sáttarinnar sem nú liggur fyrir – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Má segja að greiðslan verði þríþætt: í formi stöðugleikaframlags, sáttagreiðslu til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu.Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Gamla ByrsLítið ágengt framan af Eins og fjallað hefur verið um í Markaðinum komust dómkvaddir matsmenn að þeirri niðurstöðu í lok síðasta árs að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir og matsmönnunum var falið að verðmeta, hefðu verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum sparisjóðsins um mitt ár 2011. Til samanburðar gerði bankinn, eins og áður sagði, kröfu á hendur Gamla Byr upp á tæplega 7 milljarða króna. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi hluthöfum í tilefni af matsgerðinni sagði hún að niðurstaða matsmannanna væri skýrt merki um að krafa Íslandsbanka væri „verulega uppsprengd“. Engu að síður sagðist Gamli Byr telja að skýrsla matsmannanna væri háð ýmsum annmörkum. Hún leiðrétti ekki þá bresti sem væru á skaðabótakröfu Íslandsbanka og undirstrikaði hve mikil óvissa ríkti um kröfu bankans. Matsgerðin væri því til þess fallin að skjóta styrkari stoðum undir kröfu Gamla Byrs um að málinu yrði vísað frá dómi. Samhliða dómsmálinu, sem rekið hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember árið 2013, áttu Íslandsbanki og Gamli Byr reglulega í óformlegum viðræðum um sátt í málinu. Lítið ávannst hins vegar í sáttaviðræðunum framan af, enda bar mikið á milli, en sem dæmi hafnaði bankinn síðasta haust tillögu Gamla Byrs að sáttum, eins og greint var frá í Markaðinum. Til marks um þófið í viðræðunum sagðist stjórn Gamla Byrs í bréfi til hluthafa í júní í fyrra telja „óraunsætt“ eins og sakir stæðu að deilendur kæmust að samkomulagi sem báðir gætu sætt sig við. Sagðist stjórnin enn fremur hafa ástæðu til þess að ætla að Íslandsbanki væri að reyna að „þreyta“ hluthafana, sem voru orðnir langþreyttir á deilunni, og neyða þá til þess að gangast undir sátt sem væri í engu samræmi við staðreyndir málsins. Austurrískir og þýskir bankar og sparisjóðir, sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eiga um 60 prósent krafna í Gamla Byr, íslenskir lífeyrissjóðir um 22 prósent og þá á Íslandsbanki sjálfur um 8 prósent. Íslenskir bankar Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Gamli Byr og Íslandsbanki hafa komist að samkomulagi um að ljúka með sátt dómsmáli sem bankinn höfðaði á hendur félaginu vegna ofmats á verðmæti útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, mun þannig geta hafið útgreiðslur til hluthafa sinna, sem eru að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir, en slitabúið er það eina sem gekkst undir stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sumarið 2015 og hefur ekki enn getað greitt hluthöfum sínum út þá fjármuni sem liggja inni í félaginu. Samkvæmt samkomulaginu, sem deilendur skrifuðu undir síðasta föstudag eftir nokkurra mánaða sáttaviðræður, greiðir Gamli Byr Íslandsbanka 975 milljónir króna gegn því að bankinn falli frá kröfum sínum gagnvart félaginu. Á sama tíma mun Gamli Byr inna af hendi fyrstu greiðslu til sinna kröfuhafa, þar á meðal Íslandsbanka sem á um átta prósent krafna í félaginu, samkvæmt skuldabréfum sem gefin voru út til kröfuhafa í kjölfar nauðasamnings Gamla Byrs sem samþykktur var í ársbyrjun 2016. Íslandsbanki hafði upphaflega lagt fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og einn milljarð gegn ríkinu auk vaxta en bankinn taldi að ofmat á verðmæti lánasafns Byrs hefði valdið sér fjártjóni. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Gamla Byrs og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Askur Consulting í Lundúnum, kveðst í samtali við Markaðinn fagna því að niðurstaða hafi náðst í málinu.Stefnt að útgreiðslum í mars Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs skrifaði hluthöfum félagsins fyrr í vikunni og Markaðurinn hefur undir höndum segist stjórnin telja að samkomulagið sé vel viðunandi fyrir hluthafana. Stjórnin hafi jafnframt áður en samkomulagið var endanlega samþykkt ráðfært sig óformlega við meirihluta hluthafanna sem hafi stutt það. Í bréfinu kemur enn fremur fram að stefnt sé að því að hefja fyrstu útgreiðslur til hluthafa Gamla Byrs í næsta mánuði. Hluta greiðslnanna verði hins vegar frestað þangað til sátt náist annars vegar í deilum um vestari hluta Héðinsreitsins í Reykjavík og hins vegar um skaðleysissjóð fyrrverandi slitastjórnar Gamla Byrs. Samkomulag Íslandsbanka, sem er alfarið í eigu ríkisins, og Gamla Byrs gerir það einnig að verkum að síðarnefnda félagið mun loks geta greitt stöðugleikaframlag til íslenska ríkisins sem verður að óbreyttu rúmlega tveir milljarðar króna. Heildareignir slitabúsins, sem eru í formi innstæðna á bankareikningum og í peningamarkaðssjóðum, nema um 7,8 milljörðum króna en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum ber búinu að greiða 26 prósent af eignunum í stöðugleikaframlag. Ljóst er að ríkið mun fá – á grundvelli sáttarinnar sem nú liggur fyrir – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Má segja að greiðslan verði þríþætt: í formi stöðugleikaframlags, sáttagreiðslu til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu.Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Gamla ByrsLítið ágengt framan af Eins og fjallað hefur verið um í Markaðinum komust dómkvaddir matsmenn að þeirri niðurstöðu í lok síðasta árs að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir og matsmönnunum var falið að verðmeta, hefðu verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum sparisjóðsins um mitt ár 2011. Til samanburðar gerði bankinn, eins og áður sagði, kröfu á hendur Gamla Byr upp á tæplega 7 milljarða króna. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi hluthöfum í tilefni af matsgerðinni sagði hún að niðurstaða matsmannanna væri skýrt merki um að krafa Íslandsbanka væri „verulega uppsprengd“. Engu að síður sagðist Gamli Byr telja að skýrsla matsmannanna væri háð ýmsum annmörkum. Hún leiðrétti ekki þá bresti sem væru á skaðabótakröfu Íslandsbanka og undirstrikaði hve mikil óvissa ríkti um kröfu bankans. Matsgerðin væri því til þess fallin að skjóta styrkari stoðum undir kröfu Gamla Byrs um að málinu yrði vísað frá dómi. Samhliða dómsmálinu, sem rekið hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember árið 2013, áttu Íslandsbanki og Gamli Byr reglulega í óformlegum viðræðum um sátt í málinu. Lítið ávannst hins vegar í sáttaviðræðunum framan af, enda bar mikið á milli, en sem dæmi hafnaði bankinn síðasta haust tillögu Gamla Byrs að sáttum, eins og greint var frá í Markaðinum. Til marks um þófið í viðræðunum sagðist stjórn Gamla Byrs í bréfi til hluthafa í júní í fyrra telja „óraunsætt“ eins og sakir stæðu að deilendur kæmust að samkomulagi sem báðir gætu sætt sig við. Sagðist stjórnin enn fremur hafa ástæðu til þess að ætla að Íslandsbanki væri að reyna að „þreyta“ hluthafana, sem voru orðnir langþreyttir á deilunni, og neyða þá til þess að gangast undir sátt sem væri í engu samræmi við staðreyndir málsins. Austurrískir og þýskir bankar og sparisjóðir, sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eiga um 60 prósent krafna í Gamla Byr, íslenskir lífeyrissjóðir um 22 prósent og þá á Íslandsbanki sjálfur um 8 prósent.
Íslenskir bankar Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira