Hagnaður Arion dróst saman um tæpan helming á milli ára Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 17:56 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8. Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8.
Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira