NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 22:41 SPHEREx mun greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka og rúmlega hundrað milljónir reikistjarna. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar. Geimurinn Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar.
Geimurinn Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira