NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 22:41 SPHEREx mun greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka og rúmlega hundrað milljónir reikistjarna. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar. Geimurinn Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar.
Geimurinn Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira