Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 11:31 Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1. Fréttablaðið/Stefán Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segir að gagnrýnin umræða um launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans hefði ekki farið af stað í kringum laun skipstjóra, sem margir séu launahærri en bankastjórar. Hann furðar sig á því að íslenskt samfélag álíti það „mikinn glæp“ að borga bankastjórum há laun. Taka þurfi með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa.Hækkunin gagnrýnd harðlega Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað um 82 prósent á tíu mánaða tímabili árin 2017 og 2018. Mánaðarlaun hennar eru nú 3,8 milljónir á mánuði, með bifreiðahlunnindum. Launahækkunin var gagnrýnd nokkuð harðlega í kjölfarið en á meðal gagnrýnenda var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún sagði hækkunina ekki endurspegla kjaraþróun annars staðar í samfélaginu.Sjá einnig: Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Í kjölfar frétta af launahækkun bankastjóra Landsbankans sendi Íslandsbanki svo frá sér tilkynningu þar sem sagði að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra bankans hefðu verið lækkuð að hennar frumkvæði um 14,1 prósent, niður í 4,2 milljónir króna, í nóvember síðastliðnum. Þau höfðu áður verið hækkuð um tæpa eina milljón krónur í fyrra, upp í 4,97 milljónir króna. Benti á hálaunaða skipstjóra Hermann ræddi launakjör bankastjóra íslensku bankanna í Bítinu í Bylgjunni í morgun, ásamt Þórönnu Jónsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnendaráðgjafi. Þar var því velt upp hvort „ofurlaun í örsamfélagi“ ættu rétt á sér. Hermann reið á vaðið og benti á að aðrar starfstéttir væru með hærri laun en bankastjórar. Ekkert uppþot hefði orðið vegna þeirra kjara. „Þessi umræða sem hefur geisað síðustu daga um Landsbankalaunin, hún væri ekki að geisa ef við værum að tala um skipstjóra á góðu aflaskipi. Þeir eru nefnilega með talsvert hærri laun heldur en þetta. Við erum einhvern veginn búin að tengja þetta við þetta starfsheiti, forstjóri og stórfyrirtæki, að þetta sé mikill glæpur að borga há laun en ef þú skoðar síðan tekjudreifinguna á Íslandi þá eru margir stórir hópar með miklu hærri laun heldur en forstjórar.“ Máli sínu til stuðnings nefndi Hermann bestu lækna í sinni stétt og bestu skipstjórana. Þrír tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn Íslands, allir skipstjórar, voru til að mynda með rúmar fjórar milljónir króna í tekjur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar frá árinu 2017.Þóranna Jónsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnendaráðgjafi.Laun bankastjórans mælist varla í heildinni Aðspurður sagði Hermann að samanburðurinn á tekjum lækna og skipstjóra annars vegar og bankastjóra hins vegar væri í raun ekki sanngjarn. „Nei, því bankastjórinn er í miklu flóknari og erfiðari vinnu að mörgu leyti. Hann er kannski með á annað þúsund manns í vinnu. Og í tilfelli Landsbankans þá er hann með 1300 milljarða af eignum landsmanna í sinni umsjón þannig að mínu mati er miklu meiri ábyrgð í starfi Landsbankastjórans.“ Hermann sagði jafnframt að taka þyrfti með í reikninginn þá ábyrgð sem fylgir því að stjórna stóru fyrirtæki og hversu stórt hlutfall laun æðsta stjórnanda séu af rekstrarkostnaði fyrirtækisins. „Þessi háu laun, þau eru til dæmis 0,2 prósent af öllum launagreiðslum bankans. Sjást varla og mælast varla í heildinni. Þannig að við verðum að hugsa þessa hluti í umfangi.“ Bankaráð í samræmi við starfskjarastefnu Þóranna minntist á að bankaráð Landsbankans hefði verið gagnrýnt fyrir að hafa sýnt dómgreindarleysi. Hún taldi ráðið hins vegar hafa fylgt starfskjarastefnu bankans með launahækkun Lilju en í stefnunni segir að laun bankastjóra eigi að vera samkeppnishæf í samanburði við sambærileg störf, en þó ekki leiðandi. „Þá horfir maður í kringum sig og segir: Já, hvað er þá samanburðarhæft starf? Og þá liggur beint við að skoða aðra bankastjóra og þar er þetta starf alls ekki leiðandi, og var kannski svolítið skakkt. Þá spyr maður sig: af hverju á bankastjóri Landbankans að vera á miklu lægri launum heldur en bankastjórar annarra banka?“ Eins og áður segir er bankastjóri Íslandsbanka með 4,2 milljónir á mánuði í laun. Þá er Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion-banka launahæsti bankastjóri landsins en hann var með 6,2 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2018 eftir 4,9 prósent hækkun frá árinu á undan. Hermann benti á í framhaldinu að mikilvægt væri að bankastjóri hefði fjárhagslegt sjálfstæði. „Að hann sitji ekki í þeirri stöðu þegar hann er að semja við viðskiptavini sína að, eigum við að segja, að vera jafnvel háður því að vera með mjög stóra bónusa eða ná einhverjum rosalegum árangri í sinni vinnu til að fá almennileg laun og setja eignir bankans í stórhættu við það. Eða hreinlega að vera útsettur fyrir því að það komi einhver spillingarmál þar sem bankastjórinn er að fá einhverjar þóknanir eða að liðka fyrir einhverjum viðskiptum sem annars hefðu ekki komið í gegn.“Viðtalið við Hermann og Þórönnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Föst laun Birnu hækkuðu um tæpa milljón Mánaðarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að undanskildum árangurstengdum greiðslum, hækkuðu um tæpa eina milljón króna í fyrra. 14. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segir að gagnrýnin umræða um launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans hefði ekki farið af stað í kringum laun skipstjóra, sem margir séu launahærri en bankastjórar. Hann furðar sig á því að íslenskt samfélag álíti það „mikinn glæp“ að borga bankastjórum há laun. Taka þurfi með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa.Hækkunin gagnrýnd harðlega Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað um 82 prósent á tíu mánaða tímabili árin 2017 og 2018. Mánaðarlaun hennar eru nú 3,8 milljónir á mánuði, með bifreiðahlunnindum. Launahækkunin var gagnrýnd nokkuð harðlega í kjölfarið en á meðal gagnrýnenda var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún sagði hækkunina ekki endurspegla kjaraþróun annars staðar í samfélaginu.Sjá einnig: Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Í kjölfar frétta af launahækkun bankastjóra Landsbankans sendi Íslandsbanki svo frá sér tilkynningu þar sem sagði að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra bankans hefðu verið lækkuð að hennar frumkvæði um 14,1 prósent, niður í 4,2 milljónir króna, í nóvember síðastliðnum. Þau höfðu áður verið hækkuð um tæpa eina milljón krónur í fyrra, upp í 4,97 milljónir króna. Benti á hálaunaða skipstjóra Hermann ræddi launakjör bankastjóra íslensku bankanna í Bítinu í Bylgjunni í morgun, ásamt Þórönnu Jónsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnendaráðgjafi. Þar var því velt upp hvort „ofurlaun í örsamfélagi“ ættu rétt á sér. Hermann reið á vaðið og benti á að aðrar starfstéttir væru með hærri laun en bankastjórar. Ekkert uppþot hefði orðið vegna þeirra kjara. „Þessi umræða sem hefur geisað síðustu daga um Landsbankalaunin, hún væri ekki að geisa ef við værum að tala um skipstjóra á góðu aflaskipi. Þeir eru nefnilega með talsvert hærri laun heldur en þetta. Við erum einhvern veginn búin að tengja þetta við þetta starfsheiti, forstjóri og stórfyrirtæki, að þetta sé mikill glæpur að borga há laun en ef þú skoðar síðan tekjudreifinguna á Íslandi þá eru margir stórir hópar með miklu hærri laun heldur en forstjórar.“ Máli sínu til stuðnings nefndi Hermann bestu lækna í sinni stétt og bestu skipstjórana. Þrír tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn Íslands, allir skipstjórar, voru til að mynda með rúmar fjórar milljónir króna í tekjur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar frá árinu 2017.Þóranna Jónsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnendaráðgjafi.Laun bankastjórans mælist varla í heildinni Aðspurður sagði Hermann að samanburðurinn á tekjum lækna og skipstjóra annars vegar og bankastjóra hins vegar væri í raun ekki sanngjarn. „Nei, því bankastjórinn er í miklu flóknari og erfiðari vinnu að mörgu leyti. Hann er kannski með á annað þúsund manns í vinnu. Og í tilfelli Landsbankans þá er hann með 1300 milljarða af eignum landsmanna í sinni umsjón þannig að mínu mati er miklu meiri ábyrgð í starfi Landsbankastjórans.“ Hermann sagði jafnframt að taka þyrfti með í reikninginn þá ábyrgð sem fylgir því að stjórna stóru fyrirtæki og hversu stórt hlutfall laun æðsta stjórnanda séu af rekstrarkostnaði fyrirtækisins. „Þessi háu laun, þau eru til dæmis 0,2 prósent af öllum launagreiðslum bankans. Sjást varla og mælast varla í heildinni. Þannig að við verðum að hugsa þessa hluti í umfangi.“ Bankaráð í samræmi við starfskjarastefnu Þóranna minntist á að bankaráð Landsbankans hefði verið gagnrýnt fyrir að hafa sýnt dómgreindarleysi. Hún taldi ráðið hins vegar hafa fylgt starfskjarastefnu bankans með launahækkun Lilju en í stefnunni segir að laun bankastjóra eigi að vera samkeppnishæf í samanburði við sambærileg störf, en þó ekki leiðandi. „Þá horfir maður í kringum sig og segir: Já, hvað er þá samanburðarhæft starf? Og þá liggur beint við að skoða aðra bankastjóra og þar er þetta starf alls ekki leiðandi, og var kannski svolítið skakkt. Þá spyr maður sig: af hverju á bankastjóri Landbankans að vera á miklu lægri launum heldur en bankastjórar annarra banka?“ Eins og áður segir er bankastjóri Íslandsbanka með 4,2 milljónir á mánuði í laun. Þá er Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion-banka launahæsti bankastjóri landsins en hann var með 6,2 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2018 eftir 4,9 prósent hækkun frá árinu á undan. Hermann benti á í framhaldinu að mikilvægt væri að bankastjóri hefði fjárhagslegt sjálfstæði. „Að hann sitji ekki í þeirri stöðu þegar hann er að semja við viðskiptavini sína að, eigum við að segja, að vera jafnvel háður því að vera með mjög stóra bónusa eða ná einhverjum rosalegum árangri í sinni vinnu til að fá almennileg laun og setja eignir bankans í stórhættu við það. Eða hreinlega að vera útsettur fyrir því að það komi einhver spillingarmál þar sem bankastjórinn er að fá einhverjar þóknanir eða að liðka fyrir einhverjum viðskiptum sem annars hefðu ekki komið í gegn.“Viðtalið við Hermann og Þórönnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Föst laun Birnu hækkuðu um tæpa milljón Mánaðarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að undanskildum árangurstengdum greiðslum, hækkuðu um tæpa eina milljón króna í fyrra. 14. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27
Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42
Föst laun Birnu hækkuðu um tæpa milljón Mánaðarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að undanskildum árangurstengdum greiðslum, hækkuðu um tæpa eina milljón króna í fyrra. 14. febrúar 2019 06:15