El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 18:34 Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59