Niðurgreiðslur til almenningssamgangna auknar með samþættingu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira