Mæta með gagntilboð í Karphúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 00:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30