Síle bætist í hópinn fyrir suðurameríska HM 2030 framboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:00 Luis Suarez og Lionel Messi auglýsa suðurameríska framboðið fyrir HM 2030. Getty/Sandro Pereyra Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira