Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 11:52 Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi. Vísir/Sigurjón Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vinnumarkaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnumarkaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira