Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:30 Það er oft handagangur í öskjunni þegar skipin liggja þétt saman við loðnuleit austur fyrir landi. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“ Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent