Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:30 Það er oft handagangur í öskjunni þegar skipin liggja þétt saman við loðnuleit austur fyrir landi. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“ Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira