Innlent

Fékk 45 milljónir í hendurnar eftir að hafa farið illa út úr hruninu

Birgir Olgeirsson skrifar
Dregið var í happdrætti Háskóla Íslands í vikunni.
Dregið var í happdrætti Háskóla Íslands í vikunni. Vísir/Vilhelm
Vinningshafinn, sem fékk 45 milljóna króna vinning á nífaldan miða í Happdrætti Háskólans Íslands á þriðjudaginn var, segir að peningarnir muni gjörbreyta lífi hans. Þegar vinningshafinn fékk „besta símtal lífs síns“, eins og hann orðaði það, átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum, slík var gleðin.

Eins og svo margir aðrir fór vinningshafinn heldur illa út úr hruninu. Lán sem áttu að vera til skamms tíma urðu að langtíma vandamáli sem hann er enn að greiða af, rúmlega 10 árum seinna. Milljónirnar fjörutíu og fimm gera það að verkum að vinningshafinn getur greitt upp lánin, er farinn að plana starfslok og skipuleggja áhyggjulaust ævikvöld án þess að burðast með fortíðarlánadrauga á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×