Gulu vestin mótmæltu fjórtándu helgina í röð í gær og varð Finkielkraut á vegi þeirra á götum Parísar. Finkielkraut, sem er sonur pólskra innflytjenda og mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis, var sakaður um múslimahatur og kallaður „skítugur síonisti“ af mótmælendum og náðist atvikið á myndband.
Les injures antisémites dont il a fait l’objet sont la négation absolue de ce que nous sommes et de ce qui fait de nous une grande nation. Nous ne les tolèrerons pas.https://t.co/WSUTuJmQWX
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 16 February 2019
„Sem sonur pólskra innflytjenda sem varð franskur fræðimaður er Alain Finkielkraut ekki einungis framúrskarandi maður orða heldur einnig táknmynd fyrir það sem lýðveldið gerir fólki kleift,“ skrifaði Macron í færslu sinni.
Forsetinn bætti svo við að móðganir í líkingu við þær sem Finkielkraut þurfti að þola væru í andstöðu við allt það sem franska þjóðin stæði fyrir og slíkt myndi ekki líðast.
Finkielkraut tjáði sig í samtali við franska vikublaðið Le Journal Du Dimanche í gær og sagðist hafa upplifað hatur en það væri því miður ekki í fyrsta sinn.