Macron ósáttur við mótmælendur sem veittust að heimspekingi með fúkyrðum Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2019 16:33 Emanuel Macron. Getty/Bloomberg Emanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Færslan kom í kjölfar fúkyrðaflaums mótmælenda í garð heimspekingsins Alain Finkielkraut. Gulu vestin mótmæltu fjórtándu helgina í röð í gær og varð Finkielkraut á vegi þeirra á götum Parísar. Finkielkraut, sem er sonur pólskra innflytjenda og mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis, var sakaður um múslimahatur og kallaður „skítugur síonisti“ af mótmælendum og náðist atvikið á myndband. Les injures antisémites dont il a fait l’objet sont la négation absolue de ce que nous sommes et de ce qui fait de nous une grande nation. Nous ne les tolèrerons pas.https://t.co/WSUTuJmQWX — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 16 February 2019 „Sem sonur pólskra innflytjenda sem varð franskur fræðimaður er Alain Finkielkraut ekki einungis framúrskarandi maður orða heldur einnig táknmynd fyrir það sem lýðveldið gerir fólki kleift,“ skrifaði Macron í færslu sinni. Forsetinn bætti svo við að móðganir í líkingu við þær sem Finkielkraut þurfti að þola væru í andstöðu við allt það sem franska þjóðin stæði fyrir og slíkt myndi ekki líðast. Finkielkraut tjáði sig í samtali við franska vikublaðið Le Journal Du Dimanche í gær og sagðist hafa upplifað hatur en það væri því miður ekki í fyrsta sinn. Frakkland Tengdar fréttir „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna Meirihluti telur að þeir sem mótmæla ennþá geri það ekki í nafni upphaflegra baráttumála þeirra og vill að vikulegir mótmælafundir hætti. 14. febrúar 2019 15:27 Frakkar í hart gegn óeirðaseggjum Stjórnarþingmenn í Frakklandi hafa lagt fram frumvarp sem myndi meina mótmælendum að hylja andlit sitt og færa lögreglu aukið frelsi til þess að fjarlægja þá af vettvangi. 1. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Emanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Færslan kom í kjölfar fúkyrðaflaums mótmælenda í garð heimspekingsins Alain Finkielkraut. Gulu vestin mótmæltu fjórtándu helgina í röð í gær og varð Finkielkraut á vegi þeirra á götum Parísar. Finkielkraut, sem er sonur pólskra innflytjenda og mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis, var sakaður um múslimahatur og kallaður „skítugur síonisti“ af mótmælendum og náðist atvikið á myndband. Les injures antisémites dont il a fait l’objet sont la négation absolue de ce que nous sommes et de ce qui fait de nous une grande nation. Nous ne les tolèrerons pas.https://t.co/WSUTuJmQWX — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 16 February 2019 „Sem sonur pólskra innflytjenda sem varð franskur fræðimaður er Alain Finkielkraut ekki einungis framúrskarandi maður orða heldur einnig táknmynd fyrir það sem lýðveldið gerir fólki kleift,“ skrifaði Macron í færslu sinni. Forsetinn bætti svo við að móðganir í líkingu við þær sem Finkielkraut þurfti að þola væru í andstöðu við allt það sem franska þjóðin stæði fyrir og slíkt myndi ekki líðast. Finkielkraut tjáði sig í samtali við franska vikublaðið Le Journal Du Dimanche í gær og sagðist hafa upplifað hatur en það væri því miður ekki í fyrsta sinn.
Frakkland Tengdar fréttir „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna Meirihluti telur að þeir sem mótmæla ennþá geri það ekki í nafni upphaflegra baráttumála þeirra og vill að vikulegir mótmælafundir hætti. 14. febrúar 2019 15:27 Frakkar í hart gegn óeirðaseggjum Stjórnarþingmenn í Frakklandi hafa lagt fram frumvarp sem myndi meina mótmælendum að hylja andlit sitt og færa lögreglu aukið frelsi til þess að fjarlægja þá af vettvangi. 1. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna Meirihluti telur að þeir sem mótmæla ennþá geri það ekki í nafni upphaflegra baráttumála þeirra og vill að vikulegir mótmælafundir hætti. 14. febrúar 2019 15:27
Frakkar í hart gegn óeirðaseggjum Stjórnarþingmenn í Frakklandi hafa lagt fram frumvarp sem myndi meina mótmælendum að hylja andlit sitt og færa lögreglu aukið frelsi til þess að fjarlægja þá af vettvangi. 1. febrúar 2019 06:00