Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 19:45 Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði. Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45