Dagskrárvald í umhverfismálum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar