Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. febrúar 2019 16:30 Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi
Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent