Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira