Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira