Körfubolti

Milljón dollara verðlaun fyrir að troða yfir Ming

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandaríska liðið fagnar gullinu á ÓL árið 2000.
Bandaríska liðið fagnar gullinu á ÓL árið 2000. vísir/getty
Bandaríska körfuknattleikslandsliðið á Ólympíuleikunum árið 2000 var með ansi sérstakt hvatakerfi á leikunum og ekki síst fyrir leikinn gegn Kína.

Þá ákváðu leikmenn liðsins að sá sem gæti troðið yfir Yao Ming myndi fá milljón dollara frá liðsfélögum sínum. Metnaðarfullt verkefni enda er Ming 229 sentimetrar að hæð.

„Það vissi enginn af þessum veðpotti okkar. Við reyndum svo allir að troða yfir hann í leiknum. Það gekk ekki. Hann varði annað hvort frá okkur eða við hittum ekki,“ sagði Kevin Garnett, einn af leikmönnum bandaríska liðsins.

Vince Carter þótti líklegastur til þess að hreppa milljónina en meira að segja sá háloftafugl náði ekki að svífa yfir turninn Ming.

Enginn fékk milljónina en bandaríska liðið fór þó heim með gull um hálsinn frá Sydney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×