Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 11:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07