Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 11:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07