Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 13:30 Hér er nýbúið að kýla stuðningsmann ÍR beint á andlitið. skjáskot/rúv Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30