Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2019 19:30 Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefásson deila parketinu í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30
Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00