Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. Vísir/Vilhelm „Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
„Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30