Kalt Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar