Kynnisferðir auglýsa rými í BSÍ til leigu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 400 fermetrar í BSÍ eru til leigu. Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira