Elta sauðfé í þjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:45 Frá Þingvöllum. „Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira