Vígja hjúkrunarheimili á Nesinu með útsýni í allar áttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 10:09 Hjúkrunarheimilið í vetrarríki. Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“ Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“
Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira