Daníel útskýrði í viðtali við Iceland Mag á sínum tíma hvernig hönnunin hefði byggt á hámenningu og lágmenningu en litu framhjá fjöldaframleiddum húsgögnum. Bæði væri að finna sérhönnuð húsgögn við hlið sjaldgæfs Pierre Jeanneret stóls og Tommasso Barbi gólflampa.
Lýsti Daníel því hvernig á hótelinu væri að finna lúxushótelsvítu í næstu herbergjum við kojur. Karókíherbergið vakti mikla athygli en það var staðsett í miðjum fínum veitingastað sem raunar hætti rekstri nokkru áður en hótelið sjálft var selt.
En nú ætlar þýsk hótelkeðja að opna þar sem Oddsson var og húsgögnin komin á sölu. Uppboð verður um helgina þar sem gestir geta boðið í hvert húsgagn fyrir sig. Í sumum tilfellum eru lágmarksboð en annars býður fólk það sem því sýnist.
Lágmarksboð í bleika vaska og klósett eru á bilinu 30-50 þúsund krónur en 400 þúsund krónur í tilfelli kaffiborðs.
Að neðan má sjá myndir frá húsgögnunum en tekið verður við tilboðum á milli klukkan 11 og 15 laugardag og sunnudag.




