Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 11:45 Oddsson hefur verið í JL-húsinu undanfarin rúm tvö ár. vísir/vilhelm Hótelinu Oddsson í Vesturbæ Reykjavíkur verður lokað í næstu viku. Eigandinn vill ekki upplýsa hvað stendur til en samkvæmt heimildum Vísis mun þýsk hótelkeðja taka yfir reksturinn. Starfsmönnum var tilkynnt um þetta og sagt upp fyrir um þremur vikum. Þeir fá þó laun greitt út nóvember. Á bókunarsíðu hótelsins er illmögulegt að bóka herbergi eftir 17. september. Starfsmaður Oddsson staðfesti í samtali við Vísi að lokunin stæði til þann 16. september.Ætla að gjörbreyta hótelinu Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir, sem á helmingshlut í félaginu JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. sagði ekki tímabært að greina frá því hvaða breytingar væru í farvatninu. Starfsfólki hefur þó verið greint frá því að þýskir aðilar ætli að gera heilmiklar breytingar á húsnæðinu. Þar verði þó áfram rekið hótel. Vísi er ekki kunnugt um hve mörg gistirými er á hótelinu en upphaflega var sótt um leyfi fyrir 185 gistirými eða rúm. Herbergin eru á 4. og 5. hæð hússins en á 2. og 3. hæð er Myndlistarskólinn í Reykjavík með starfsemi sína. Móttaka og opið rými með bar var að finna á jarðhæð og sömuleiðis veitingastaðinn Bazaar. Hann var rekinn þar til í janúar á þessu ári þegar rekstrinum var hætt. Karókí kveðjustund Hótelið var opnað í maí 2016 en um er að ræða hótel með andrúmslofts farfuglaheimilis eins og komist er á orði á heimasíðunni. Meðal þeirra sem komu að hótelinu var knattspyrnukappinn Arnar Gunnlaugsson fyrrnefnd Margrét Ásgeirsdóttir. Þau eru einu eigendur hótelsins í dag. Áhugafólki um karókí gæti brugðið nokkuð við tíðindin en á jarðhæð Oddsson var að finna karókíherbergi sem var vinsælt til útleigu. Síðasti möguleiki á að bóka herbergið er 16. september. Samkvæmt heimildum Vísis er til skoðunar að flytja starfsemi Oddsson í annað hótelrými í borginni.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega kom fram að Tryggvi Þór Herbertsson hefði verið á meðal eiganda eins og fram kom. Hann kom að rekstri veitingastaðnum Bazaars um tíma en var aldrei eigandi í hótelinu að sögn Margrétar Ásgeirsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. 8. febrúar 2017 10:30 Blanda af há- og lágmenningu Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á. 7. október 2016 12:30 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Hótelinu Oddsson í Vesturbæ Reykjavíkur verður lokað í næstu viku. Eigandinn vill ekki upplýsa hvað stendur til en samkvæmt heimildum Vísis mun þýsk hótelkeðja taka yfir reksturinn. Starfsmönnum var tilkynnt um þetta og sagt upp fyrir um þremur vikum. Þeir fá þó laun greitt út nóvember. Á bókunarsíðu hótelsins er illmögulegt að bóka herbergi eftir 17. september. Starfsmaður Oddsson staðfesti í samtali við Vísi að lokunin stæði til þann 16. september.Ætla að gjörbreyta hótelinu Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir, sem á helmingshlut í félaginu JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. sagði ekki tímabært að greina frá því hvaða breytingar væru í farvatninu. Starfsfólki hefur þó verið greint frá því að þýskir aðilar ætli að gera heilmiklar breytingar á húsnæðinu. Þar verði þó áfram rekið hótel. Vísi er ekki kunnugt um hve mörg gistirými er á hótelinu en upphaflega var sótt um leyfi fyrir 185 gistirými eða rúm. Herbergin eru á 4. og 5. hæð hússins en á 2. og 3. hæð er Myndlistarskólinn í Reykjavík með starfsemi sína. Móttaka og opið rými með bar var að finna á jarðhæð og sömuleiðis veitingastaðinn Bazaar. Hann var rekinn þar til í janúar á þessu ári þegar rekstrinum var hætt. Karókí kveðjustund Hótelið var opnað í maí 2016 en um er að ræða hótel með andrúmslofts farfuglaheimilis eins og komist er á orði á heimasíðunni. Meðal þeirra sem komu að hótelinu var knattspyrnukappinn Arnar Gunnlaugsson fyrrnefnd Margrét Ásgeirsdóttir. Þau eru einu eigendur hótelsins í dag. Áhugafólki um karókí gæti brugðið nokkuð við tíðindin en á jarðhæð Oddsson var að finna karókíherbergi sem var vinsælt til útleigu. Síðasti möguleiki á að bóka herbergið er 16. september. Samkvæmt heimildum Vísis er til skoðunar að flytja starfsemi Oddsson í annað hótelrými í borginni.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega kom fram að Tryggvi Þór Herbertsson hefði verið á meðal eiganda eins og fram kom. Hann kom að rekstri veitingastaðnum Bazaars um tíma en var aldrei eigandi í hótelinu að sögn Margrétar Ásgeirsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. 8. febrúar 2017 10:30 Blanda af há- og lágmenningu Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á. 7. október 2016 12:30 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00
Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. 8. febrúar 2017 10:30
Blanda af há- og lágmenningu Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á. 7. október 2016 12:30