Mennirnir á bak við Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 17:04 Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Ásta Sif Árnadóttir Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30
Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38