Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 16:16 Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News. Skjáskot Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá. Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30
Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“