Tímamót á Seltjarnarnesi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Nýja hjúkrunarheimilið er hið glæsilegasta. Fréttablaðið/Seltjarnarnesbær Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira