Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Gögnin voru í Skuggasundi 3 og kvaðst enginn eiga þau. Fréttablaðið/Ernir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira