Ósáttur nágranni man ekki eftir árás og innbroti vegna „ruglings í höfðinu“ Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Fréttablaðið/Pjetur Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira