Körfubolti

Körfuboltakvöld: Það geta ekki allir verið Messi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maciek hefur skilað mun færri stigum í síðustu leikjum en hann er vanur.
Maciek hefur skilað mun færri stigum í síðustu leikjum en hann er vanur. s2 sport
Topplið Njarðvíkur í Domino's deild karla tapaði sínum öðrum leik í röð í gær þegar liðið beið lægri hlut gegn Haukum á Ásvöllum. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu Njarðvíkurliðið í uppgjörsþætti gærkvöldsins.

Kjartan Atli Kjartansson byrjaði umræðuna á að minnast á að jafnvægið í liðinu væri ekki sem best, það væru of margir bakverðir á móti stórum mönnum.

Fannar Ólafsson tók orðið af Kjartani og spurði: „Í hvaða sæti eru þeir? Bíðum aðeins.“

Bæði Logi Gunnarsson og Maciek Baginski hafa þurft að sætta sig við að minnka við sig í stigaskori eftir komu Elvars Más Friðrikssonar og Jeb Ivey.

„Þetta sýnir þroska hans sem 23ja ára leikmanns, að gefa þetta eftir og vera ekki fúll á móti á bekknum,“ hélt Fannar áfram.

„Það geta ekki allir verið Messi, það þarf einhver að vera vinstri bakvörður eða markmaður.“

„Þess vegna held ég að Njarðvík sé á frábærum stað í að verða meistaraefni því menn virðast vera með sín hlutverk á hreinu. Það að hann geti gleypt það, tuttugu stiga maður í leik, frábær leikmaður.“

„Maciek gæti verið brjálaður og fúll á móti, sýnir hann það? Nei.“

Kjartan Atli var þó ekki sannfærður og þeir félagar rifust aðeins um það hvort Njarðvíkingar væru í vandræðum. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld um Njarðvík: Geta ekki allir verið Messi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×