Ekki útlit fyrir að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar notkunar á heitu vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 14:45 Upplýsingafulltrúi Veitna brýnir fyrir fólki að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir. Vísir/Getty Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna. Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna.
Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47
Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18