Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira