RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 20:57 Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. Anton Brink Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00