Rúnar: Sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi Svava Kristín Grétarsdóttir úr Origo-höllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:05 Rúnar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30